Bjarni Benediktsson flokksformaður á ekki vera í pólitík. Ýmsar ástæður eru fyrir því. Að baki hans eru tveir stórir fjárglæfrar, sem hvor um sig kostar samfélagið milljarða. Fyrsta var það vafningurinn um Sjóvá og síðan var það Umtak, fasteignafélag N1. Stjórnarformennska Bjarna hefur ekki gefið nein merki um, að hann geti verið farsæll forsætisráðherra. Þvert á móti væri það óðs manns æði. Þar á ofan hefur Bjarni reynzt vera laus í rásinni, hræddur að eðlisfari. Fyrir nokkrum árum var hann Evrópusinni, en færðist snöggt til Evrópuhaturs. Að skipun Davíðs Oddssonar. Bjarni hefur ekki bein í nefinu.