Ánægður með, að til stendur að setja Hverfisgötu og Frakkastíg í spariföt. Hverfisgata hefur áratugum saman verið slömm. Með því að fegra götuna má reyna að koma lífi í hana. Þótt misjafnlega hafi gengið með Laugaveg, þar sem verzlanir koma og fara. Frakkastígur er mikilvæg samgönguleið túrista, sem ljósmynda Hallgrímskirkju og Sólfarið. Breytingar á Klapparstíg gefa mynd af snyrtilegri borgarmiðju. Vonandi sjá húseigendur á þessum slóðum sér hag í framkvæmdum borgarinnar og fylgja í kjölfarið. Svipaðar breytingar í Kvosinni hafa flestar verið til bóta. Nema gróðurvana og kalt Ingólfstorg.