Kristján Már Unnarsson er mikið fyrir sísvanga fólkið, sem sér hungursneyð bak við næsta horn. Við sjáum slík viðtöl á Stöð 2. Nýjasta er við oddvita Vopnafjarðar, sem vill olívuvinnslustöð á svæðið. Þær eru bara snyrtilegar, segir oddvitinn. Vill ekki þurfa “að lifa á fjallagrösum” og vísar þar til orðavals, sem mikið bar á fyrir hrun. Í viðtalinu kemur raunar fram, að full atvinna er í Vopnafirði. En oddvitinn telur unga fólkið munu um síðir leita suður. Við höfum líka svona þingmenn, með Jón Gunnarsson í broddi fylkingar. “Við heimtum ennþá meiri aukavinnu” gæti verið þjóðsöngur sísvanga fólksins.