Ekki vaki ég til að bíða eftir atkvæðatölum frá Bandaríkjunum. Skortir áhuga á frambjóðendum. Þeir eru báðir á framfæri klúbba stórfyrirtækja, eins og raunar allir þingmenn í Bandaríkjunum. Lýðræði er þar skrípaleikur, þar sem frambjóðendur auðsins ginna aumingjana. Engu máli skiptir, hvort fígúran er Obama eða Romney. Obama minnist aldrei á umhverfismál og Romney gerir grín að meintum áhuga Obama á þeim. Svo krumpuð eru bandarísk viðhorf til helzta vanda nútímans. Það sem í Evrópu er talin hrein geðbilun, er meginstraumur í Bandaríkjunum. Þar á meðal afneitun loftslagsbreytinga, þrátt fyrir Sandy.