Átjánda árið í röð neita endurskoðendur Evrópusambandsins að árita reikninga þess. Halda fram, að 4% af útgjöldunum séu sóun. Kenna þó ekki kontóristum sambandsins um þetta, heldur ríkisstjórnum aðildarríkjanna. Þær eiga að fylgjast með notkun peninganna, en gera ekki, svo sem fræg dæmi sýna frá Miðjarðarhafslöndunum. Ástandið er til mikillar skammar fyrir þetta annars ágæta samband. Styður gagnrýni á stjórnlaust bákn í Bruxelles. Viðbrögð sambandsins eru helzt þau að herða réttmæta kröfu um aukin afskipti af fjármálum ríkjanna. En sambandið verður seint vinsælt af slíkum fréttum.