Sendur aftur í bankann?

Punktar

Nítján frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa 28 hugsjónir samtals. Samkvæmt lestri Stefáns Jóns Hafstein. Enginn minnist á aukið lýðræði, þjóðareign auðlinda, Evrópu eða krónuna. Af þessum 28 snúast 18 um bara tvennt. Ellefu vilja lækka skatta og sjö vilja leysa skuldavanda heimilanna. Enginn segir, hvaða skatta eða hvernig skuldavandinn leysist. Í samræmi við annað, sem ég hef lesið úr þeim ranni; hvergi er sagt hvernig skuli auka kostnað og minnka tekjur. Líklega telja kjósendur flokksins, að Guðlaugur Þór Þórðarson verði bara aftur sendur í bankann að sækja pening.