Rök eru torsótt

Punktar

Af lestri íslenzkra skoðana má halda, að þorri þjóðarinnar þjáist af eins konar sjálfseyðingarhvöt. Lítill stuðningur er við hugmyndir um að losna við krónuna og alla þá umframvexti og verðbólguskot, sem henni fylgja. Þó telja menn sér fært að kvarta yfir skuldavanda heimilanna. Tengja þetta bara ekki saman, enda erfitt að leggja saman tvo og tvo. Lítið fylgi er ennfremur við hugmyndir um að lækka innflutningstolla á mat til að lækka matvöruverð. Þó telja menn sér fært að kvarta yfir háu og hækkandi vöruverði. Og enn halda menn fram, að lækka beri skatta og efla velferð! Sjá ekkert skrítið við það.