Pössum jöklabréfin

Punktar

Ríkið getur fyrir hönd skattgreiðenda staðið undir skuldbindingum við útlönd vegna hrunsins. Atvinnulífið getur staðið undir sínum skuldbindingum við útlönd. Hvort tveggja byggist á, að við seljum meira en við kaupum. Höfum semsagt jákvæðan viðskiptajöfnuð gagnvart útlöndum. Ekki meira en svo. Ríkið getur ekki tekið að sér að greiða eigendum jöklabréfa í erlendum gjaldeyri. Hann er einfaldlega ekki til, þegar búið er að greiða af daglegum rekstri. Miklu máli skiptir, að ríkið beri engar skuldbindingar af gjaldeyrishlið jöklasamninga. Af þeim á að greiða í gjaldmiðli landsins, þótt skældur sé.