Háskólakennarar í stjórnmálafræði eru oft kallaðir til álits um pólitíkina. Síðast sagði Grétar Þór Eyþórsson á Akureyri um Björn Val Gíslason, að “sé ekki algengt að landsbyggðarmaður gefi kost á sér í höfuðborginni”. Bull, slíkt er einmitt algengt, sjá Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermannsson, Ólaf Ragnar Grímsson og marga fleiri. Er fjölmiðlar draga meinta sérfræðinga í viðtal, er lágmark, að viðkomandi hafi yfirsýn. Ýmsa stjórnmálafræðinga skortir hana. Stefanía Óskarsdóttir hefur stundum vakið athygli fyrir rugl. En nú gefur Grétar Þór slegið henni við. Við munum því sjá meira af honum.