Undraland í Kauphöllinni

Punktar

Einkennilegur hvellur varð í Kauphöllinni. Forstjórinn lét eins og keisari, sem barnið hafði híað á nakinn. Allir vita, að Íbúðalánasjóður er á hausnum og margir telja ríkið ekki eiga að ábyrgjast fjármálastofnanir. Engan þarf að undra, að þingmaður tjái slíka skoðun. Fráleitt er að telja það heimsku hjá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir að ræða þetta. Yfirlýsing Páls Harðarsonar sýnir tilveru í eins konar sandkassa. Þar sveiflast hugur fjárfesta eftir tjáningu þingmanns. Er ekki betra að forðast látalæti? Þótt Íbúðalánasjóður sé tekinn af markaði, þarf Undraland í Kauphöllinni ekki að fara á hvolf.