Tillaga um nýja stjórnarskrá kemur ekki lengur frá Stjórnlagaráði. Var borin undir þjóðina, sem með yfirgnæfandi meirihluta studdi hana. Stjórnarskráin er tillaga þjóðarinnar sjálfrar. Síðan geta hrokafullir lagatæknar tæpast komið og birt allt aðrar tillögur. Geta ekki breytt meginhugsun hennar. Til dæmis ekki dregið úr upplýsingarétti fólks, beinu lýðræði, eignarhaldi fólks á auðlindum sínum. Einhver meiriháttar brestur er í hugsun lagatæknanefndar Alþingis, sem lagði til efnisbreytingar á vilja þjóðarinnar. Sá vilji okkar er þegar er kominn fram í þjóðaratkvæði. Hroki lagatækna gengur út í öfgar.