Öfgafullur nútími

Megrun

Á umbúðum matvæla má víðast sjá öfgarnar í nútíma mataræði. Matur er ekki aðeins fylltur af sykri, salti og hveiti. Ekki bara fínmalaður, þeyttur og hristur, húðaður og blandaður. Hann er fitusprengdur og gerilsneyddur. Hann er líka fullur af aukaefnum, til dæmis geymsluefnum og bragðefnum. Einnig gervisykri, sem getur verið hættulegri en venjulegur sykur. Í gamla daga var matur hins vegar að mestu leyti eðlilegur. Stundum var hann skemmdur, en á þann hátt, sem meltingarvegur okkar þekkti. Við erum líkamlega ekki í stakk búin að mæta allri þeirri vinnslu, sem einkennir matarfabrikkur nútímans.