Erfitt er að meta, hversu lengi þurfi að tala um fjárlög ríkisins í annarri umræðu af þremur. Hitt er hægt að heimta, að þessa fimmtíu klukkutíma tali menn um fjárlögin. Ekki bara út og suður um hitt og þetta. Menúett málþófs leynir sér ekki. Hefur bein áhrif á skort Alþingis á virðingu. Fátt hefur rýrt Alþingi meira en málþófið. Einnig koma þar við sögu óp og framíköll og spjaldburður götustráka. Virðing Alþingis er komin niður í 9% og eiga allir á því sök, málþófsmenn, götustrákar og forsetar Alþingis. Málþófið er sýnu alvarlegast, því að það er tilraun til að ýta óviðkomandi málum af dagskrá.