Hagsmunagæzla sérfræðinga

Punktar

Töluvert af svokölluðum sérfræðingum landsins eru partur af yfirstéttinni, einkum lögmenn. Flestir þeirra gæta hagsmuna yfirstéttarinnar, en alls ekki þjóðarinnar. Finna allt til foráttu þeim breytingum, sem fela í sér skert forréttindi og fríðindi yfirstéttarinnar. Eru þess vegna andvígir þjóðareign kvótans og nýrri stjórnarskrá. Hvort tveggja felur í sér tilfærslu á valdi frá þeim, sem ekki lúta sömu reglum og takmörkunum og aðrir landsmenn. Við skulum hafa þetta í huga, þegar við heyrum gagnrýni sérfræðinga á þjóðareign kvóta og nýrri stjórnarskrá. Sú gagnrýni er fyrst og fremst hagsmunagæzla.