Marshall í valdabraski

Punktar

Fráleitt er að telja uppkast þjóðarinnar að stjórnarskrá vera vanreifað. Var fyrst rætt almennum orðum á þjóðfundi. Síðan var orðalagið einróma samþykkt í stjórnlagaráði. Því orðalagi var gefið grænt ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tók Róbert Marshall ekki eftir þeim yfirgnæfandi meirihluta? Svaf hann bara? Nú vill hann tefja málið fram yfir kosningar. Hann er ekki í lagi. Líklega er að baki dulbúið tilboð Bjartrar Framtíðar til Flokksins um samstarf. Um að flokkur hans og Guðmundar Steingrímssonar vilji fleygja uppkastinu. Björt Framtíð er ekki lengur vonin blíð, heldur hefðbundinn flokkur valdabraskara.