Einn kúrinn í langri röð

Megrun

Gallinn við kaloríutalningu að hætti næringarfræði er, að fólk bilar. Fer upp úr hámarkinu og fer að falsa bókhaldið. Það gleymir mikilvægum atriðum eins og neyzlu á nammi milli máltíða. Þegar falsaða bókhaldið hættir að virka, fyllist fólk vonleysi og gefst upp á aðhaldi í þyngd. Þá er hætt við, að kaloríutalning verði bara enn einn kúrinn í langri röð vonlausrar baráttu við ofþyngd og offitu. Til þess að koma í veg fyrir þetta, þarftu að forðast mat, sem eykur svengd þína svo mjög, að allt fari úr böndum. Í viðbót við kaloríutalninguna þarftu að forðast mat, sem leiðir til aukinnar svengdar.