Hættir að sigra heiminn

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn endurritar sagnfræðina rösklega. Búinn að taka lofið um útrásina úr sögu Flokksins á vefnum. Fjarlægt var: “Ítök stjórnmálamanna og opinberra aðila í atvinnulífinu hafa aldrei verið minni og fyrirtækin aldrei verið öflugri.” Nefnilega ekki lengur fínt að hrósa sér af skipulegu eftirlitsleysi með banksterum. Í sögu Flokksins er ekki heldur lengur þetta: “Atvinnulífið hefur nýtt sér til fulls það frelsi til athafna sem stjórnvöld komu á í lok 20. aldar og starfssvæðið er heimurinn allur.” Já, það verður að gera hlé á lofi um frelsið, meðan kjósendur ljúka við að gleyma hruninu.