Hringiðan í desember

Punktar

Björt framtíð gagnast með því að draga fylgi frá Samfylkingunni og Framsókn. Annað er ekki þar að hafa. Flokkurinn fer í stjórn með þeim, sem bezt býður. Þar mun hann engin áhrif hafa á stefnu, en vera Gnarristum og slíku gengi aðgöngumiði að trogum ríkisins. Samstaða virkar á hinn veginn, enginn vill eiga samstarf við hana af ótta við sérvitra stefnu. Meiri von er í Dögun, einkum ef fleiri fulltrúar Stjórnlagaráðs fara í vonarsæti á framboðslistum. Hægri grænir gera gagn með því að draga fylgi frá Flokknum. Ekkert framboð ræðst á Vinstri græna, enda er Páll frá Heimssýn einfær um slátra flokknum.