Veiran við Nesstofu

Punktar

Jón Gunnlaugsson læknir barðist fyrir, að sögufrægri Nesstofu hinna gömlu landlækna yrði sómi sýndur með læknaminjasafni. Hreppurinn kom að góðu máli, fagfélög, stofnanir og einkum ríkið. Snemma fékk safnnefndin 2007-veiru í hausinn að hætti hrunverja. Lét reisa hús undir safnið við Nesstofu. Síðar fattaði hún, að þar þyrfti líka að vera kaffistofa og geymsla, svo húsið var stækkað. Nú er 2007-veiran liðin hjá og enginn finnur aurinn til að klára ruglið. Sumir telja ódýrast að rífa bara nýja húsið. Sennilega heppilegast. Þá verður loks hægt að innrétta gott safn í virðulegri og fagurri Nesstofu.