Rannsóknir
Einkaaðilar
Hvernig tekst lögvernduðum stéttum að veita félagsmönnum það aðhald, sem lögverndin kallar á? Halda læknar áfram störfum, þrátt fyrir endurtekin mistök? Hvað mikið er um, að menn missi réttindi? Hvernig er eftirliti háttað? T.d. í læknisfræði?
Einkennist eftirlit með lögvernduðum stéttum einkum að því að hilma yfir með brotum? Snýst lögverndin í raun um að takmarka aðgang? Þetta eru t.d. stéttir lækna og lögmanna, endurskoðenda og fasteignasala, verðbréfasala og lyfsala.
Eru ferilskrár einstaklinga réttar? Fær almenningur að vita, hverjir hafa brotið af sér? Ef ekki, hvers vegna? Hve mörg mál hafa komið upp í hverri grein og hvernig hafa þau verið afgreidd af viðkomandi yfirvaldi? Samkvæmt upplýsingalögum er sakaskrá leyndarmál.
Stundum eru fyrirtæki vernduð. Til dæmis þurfa veitingahús rekstrarleyfi. Þau eiga að uppfylla ákveðin skilyrði. Virkar eftirlitskerfið? Er spilling í eftirlitinu? Samanber dæmið frá Búðum. Með óviðkomandi athugasemdum var reynt að svipta leyfi.
Yfirleitt er það nefnd lækna, sem ákveður, hvort taka skuli tillit til kvartana og hvort refsa eigi lækni. Yfirleitt kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að kvörtun hafi ekki við rök að styðjast. Þannig er það líka í öðrum greinum.
Ef engar kvartanir berast, er það vegna þess, að fólk veit, að það þýðir ekki að kvarta? Vita menn, að eftirlitsnefndir eru hliðhollar starfsbræðrum sínum? Hvernig getur hæfni manna til að þjóna almenningi flokkast undir persónuvernd?
Læknir leitar á konur og fær áminningu læknanefndar. Hann heldur áfram starfi og ekki er sagt frá vandamáli hans. Hann leitar áfram á konur og fær aðra áminningu. Hvernig endar þetta? Hvers vegna má ekki vara fólk við honum?
Starfsmenn eftirlits geta verið heimildamenn, einnig aðrir nefndarmenn eða fyrrverandi nefndarmenn. Siðanefndir eru til hjá sumum stéttum, hvernig er valið í þær og hvernig starfa þær?
Eru ferilskrár rangar? Er viðkomandi án leyfis? Eru aðstoðarmenn rétt menntaðir? Er reksturinn að hluta utan sviðs leyfisins? Er áfengis eða fíknaefnavandi á ferð? Er vandi ýktur eða þaggaður niður? Okur? Kynferðisleg áreitni? Skaðsemi?
Diana Henriques: Fyrra jafnvægi milli ríkisvalds, stéttarfélaga og viðskiptalífs hefur rofnað. Þjóðarsátt er ekki lengur til. Viðskiptalífið hefur losnað úr þessu jafnvægi og fer sínu fram. Eina eftirlitið er eftirlit rannsóknablaðamennsku.
Einkarekstur er tilefni rannsóknablaðamennsku ekki síður en ríkisrekstur. Hin ósýnilega hönd markaðarins er í rauninni ekki til. Fyrirtæki blekkja ríkisvald og hluthafa, viðskiptavini og starfsfólk. Enronmálið gaf innsýn í þetta.
Fréttir af markaði og viðskiptalífi ættu að vera víðtækari en þær eru. Þetta eru vinnustaðir, þar sem fólk er að minnsta kosti átta tíma á dag fyrir utan tímann, sem fer í að komast í og úr vinnu. Þessi tími er mikilvægur þáttur þjóðlífsins.
Leitin að slóð pappírs og fólks er oft torsóttari í einkarekstri en opinberum. Eftirlitsstofnanir hins opinbera standa sig illa. Upplýsingar frá fyrirtækjum eru oft villandi eða beinlínis rangar, jafnvel frá stórfyrirtækjum á verðbréfamarkaði.
Gögn: Úrdráttur ársreiknings. Skýringar með ársreikningi. Lán og fyrirgreiðsla til forstjóra og framkvæmdastjóra. Laun og fríðindi þeirra. Málaferli. Deilur við eftirlitsstofnanir. Fjáröflunar”prospectus”. Innherjaviðskipti, algeng hér.
Fólksslóðin: Bækur hafa verið skrifaðar um ýmis fyrirtæki og fyrirbæri í markaðshagkerfinu. Háskólakennarar og aðrir hálfsjálfstæðir sérfræðingar vita oft mikið, eru oft álitsgjafar.
Stofnanir úti í bæ, thinktanks, vita oft mikið, eru álitsgjafar.
Núverandi og fyrrverandi viðskiptavinir.
Starfsmenn stéttarfélaga geta oft vísað á fyrrverandi starfsmenn fyrirtækja.
Skrifuð niður bílnúmer á fráteknum bílastæðum. Farið á veitingahús í nágrenninu.
Meðferð starfsfólks (sbr. Ísal):
Hvernig er að vera ritari, húsvörður? Hvaða verkefni, móðganir? Er launabilið hefðbundið, sanngjarnt? Er tekið tillit til starfsfólks? Er mikið um slys? Er mikið um veikindaforföll? Gefst fólk upp?
Stéttarfélög:
Er fyrirtækið andvígt aðild starfsfólks að stéttarfélögum? Eru félagsmenn ofsóttir? Eru stéttarfélög eðlilega rekin? Eru gjöld til þeirra óeðlilega há, t.d. í ýmsa sjóði? Hjá BÍ? Skipulagðir glæpir, mafían.
Öryggi og heilsa: Fær fólk að pissa? Eru sumir hópar eins konar undirstétt við færibönd? Eru lægstu laun í einkarekstri undir fátæktarmörkum? Starfsmannaleigur með undirboð? Kvennastörf, nýbúastörf, eru þau til? Örugglega á Íslandi.
Sum fyrirtæki hafa bónuskerfi, sem tryggir, að slys og veikindi eru ekki skráð, af því að það mundi lækka bónus hópsins. Er þetta hjá íslenskum fyrirtækjum?
Flutningur fyrirtækja til staða, þar sem laun og öryggi starfsfólks og opinbert aðhald er lakara?
Laun:
Fá verktakar og undirverktakar verkefni, þótt þeir greiði minna en lágmarkslaun? Eru börn þrælkuð í vinnu? Hvernig er farið með nýbúa? Eru starfsmenn í auknum mæli leigðir til að fara kringum lögin? Umræðuefni hér á landi.
Fá leigðir starfsmenn eða starfsmenn, sem látnir eru vera verktakar, sama rétt og annað starfsfólk, aðild að lífeyrissjóði, tryggingum o.s.frv.? Fá þeir sömu sumarfrí og orlofsgreiðslur?
Stórmál hér á landi. T.d. í blaðamennsku.
Er mikið af launafólki undir fátæktarmörkum? Hvað hefur það í tekjur? Hvernig býr það? Getur einstæð móðir lifað á að vera kassadama í stórmarkaði? Hvernig er með lífeyrissjóði fólksins? Eru fyrirtæki með eigin, vafasama, lífeyrissjóði? Hótun hér.
Atvinna:
Atvinnuleysisskráning veit oft mikið um hagi fólks, sem þangað leitar. Þar má finna brottrekið starfsfólk, sem hefur sögu að segja. Hverjar eru ástæður brottrekstrar? Ísal. Hverjir eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta?
Morton Mintz: Mikilvæg mál í einkarekstri eru ekki til umræðu í tæka tíð, nema einhver sérvitringur taki á þeim. Fyrirtæki hafa ekki samvisku eða samhug og eru ekki kölluð til ábyrgðar eins og einstaklingar. Þú setur ekki fyrirtæki í fangelsi.
Mintz: Sá, sem í daglegu lífi er góðgjarn og heiðarlegur og kirkjurækinn, breytist í skrímsli í skjóli fyrirtækis, reynir að drepa þig með thalidomide, asbesti, gölluðum bíladekkjum. Þeir, sem ráku fyrirtækin, vissu um vandann og þögðu um hann.
Mintz: Dr Jekyll breytist í Mr. Hyde í fyrirtækinu, gerir skarpan mun á þörfum þess og gerðum sínum heima fyrir. Hann er sjálfur siðprúður, en fyrirtækið er siðlaust, hann er trúaður, en fyrirtækið er trúlaust.
Mintz: Dæmi: Börnum er kennt að reykja í þriðja heiminum. Vara, sem er bönnuð í Bandaríkjunum, er seld í Mexikó. Lyf er bannað hér, en banninu haldið leyndu fyrir öðrum löndum. Sjónvarpsprestar tala sjaldan um siði og trú fyrirtækja.
Mintz: Fyrirtæki heimsins eru full af Eichmann skrifborðsmorðingjum, sem eru til fyrirmyndar heima hjá sér, en ógna lífi þúsunda í vinnunni. Þegar upp um þetta kemst, segja þeir: “Það var ekki ég”. Eichmann reyndist víkja sér undan ábyrgð.
Mintz: Eitt helzta vandamál nútímans er, að fyrirtæki lúta ekki siðferðislegum lögmálum eins og einstaklingar, eru sjaldan eða ekki dregin til ábyrgðar fyrir siðlausa hegðun. Um þetta hafa ótal bækur og blaðagreinar verið skrifaðar í Bandaríkjunum.
Rannsóknablaðamennska er hvað vinsælust, þegar hún fjallar um neytendamál, til dæmis um villandi auglýsingar, ófyrirleitna sölumenn, okur, lélega vöru eða óörugga. Sviðið spannar frá gráum svæðum yfir í hrein lögbrot. Er nálægt almenningi.
Blaðamenn tala líka við opinbera eftirlitsaðila, sem eiga að vernda fólk fyrir óeðlilegum viðskiptaháttum og gera það kannski ekki. Blaðamenn svara vafasömum auglýsingum og kanna reynsluna, til dæmis gerast þeir nemar í sölumennsku.
Neytendamál eru ekki bundin við fyrirtæki. Stjórnvöld geta verið gerendur í málum, sem varða neytendarannsóknir. Fólk leitar til fjölmiðla, hvort sem það hefur orðið fyrir hremmingum af völdum fyrirtækis eða af völdum stjórnvalda.
Blaðamenn finna, hversu víðtækt vandamálið er, með því að tala við samtök og stofnanir, sem taka við kvörtunum. Þeir læra um tæknilegar hliðar málsins hjá sérfræðingum. Þeir leita að fólki, sem hefur lent í hremmingum, og hlusta á það.
Neytendasamtök eru mikilvægur samstarfsaðili. Þangað berast kvartanir og þar er mikil reynsla á samskiptum við aðila, sem kvartanir beinast að. Fjölmiðlar og neytendasamtök hafa oft samstarf um að koma upp um slíka aðila.
Píramídakerfi er aðferð, þar sem hver hópur sölumanna er hvattur til að selja til annars hóp sölumanna, sem síðan selja til þriðja hópsins. Píramídinn stækkar, þangað til ekki eru fleiri kaupendur. Síðasta stigið tapar, hinir græða. Lengi á Íslandi.
Ponzi kerfi er sú aðferð að taka við peningum og borga þeim strax til baka. Féð er aldrei fjárfest, heldur notað til að borga næsta manni. Í lokahrinunni tekur handhafi kerfisins við miklum fjármunum og lætur sig síðan hverfa.
Neytendasögur, sem fela í sér svindl, verða að vera nákvæmlega unnar. Sanngirni og jafnvægi eru möguleg í slíkum sögum. Vönduð vinna á þessu sviði getur haft mikil áhrif. Sumar kvartanir neytenda eru hefndaraðgerðir, sem eiga ekki við rök að styðjast.
Sjá nánar:
Brant Houston, Len Bruzzese & Steve Weinberg,
The Investigative Reporter’s Handbook
A Guide to Documents, Databases and Technologies
4th Edition 2002
Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008
Hlé