Mörgum hrýs hugur við skipulaginu, sem felst í matarplani og matardagbók. En skipulag er einmitt eitt fyrsta skrefið að léttri megrun ljúfri. Hvað eftir annað sé ég, að fólk, sem nær skipulagi á smáatriðum í lífi sínu, á léttara með að taka á verkefnum og vandamálum. Sá, sem kemst á fundi á tilsettum tíma, er í betri málum en hinir. Sá, sem missir ekki af flugi, er í betri málum en hinir. Sá, sem skrifar minnislista fyrir kaupstaðarferð, er í betri málum en hinir. Skipulag léttir nefnilega lífið og skipulagsskortur flækir það. Þjálfun í skipulagi er fyrsta skrefið í átt að auðveldri megrun.