Samið var um að ljúka umræðu um rammaáætlun og greiða atkvæði 14. janúar. Af hverju er hætt að þæfast 18. desember til að greiða atkvæði fjórum vikum síðar? Sé þetta samkomulag, er engin ástæða til að bíða fjórar vikur eftir niðurstöðu. Hér er einhver lygi að baki eins og venjulega. Fjórflokkurinn spillti verður alltaf sammála um að halda baktjaldamakki sínu leyndu fyrir fólki. Afgreiðsla rammaáætlunar er dæmigert furðumál, sem þarf að útskýra fyrir almenningi. Forseti Alþingis og þingflokksformenn halda eða vita hins vegar, að fólk er fífl. Sú er einmitt meginforsenda tilvistar fjórflokksins.