“Norræna velferðarstjórnin” er hrós eða skömm eftir því, hver talar hverju sinni. Orðin eiga að lýsa fjölskylduvænu stjórnarfari, sem hafnar gróðafíkn, er stýrir pólitík í engilsaxneskum löndum, einkum Bandaríkunum og Bretlandi. Skilin eru raunar nokkru sunnar í álfunni, því að Þýzkaland, Holland, Belgía og Frakkland teljast líka með norrænni stefnu í pólitík. Bretland er fyrst og fremst rekið fyrir fjárglæfrabanka. Kom bezt í ljós, þegar fyrst Blair og síðan Brown réðu þar ríkjum fyrir hönd brezkra krata. Hér norður í höfum eru brezk áhrif mikil. Hægri málpípan Telegraph er Evrópu-biblía Íslendinga.