Hundheiðin jólin

Punktar

Jólin eru hafin, hátíð kaupmanna. Engin breyting varð við hrun. Við sóum fé á báða bóga. Þannig eru jólin föst við upprunann löngu fyrir daga kristni. Þegar jólin voru sólstöðuhátíð, fólk fagnaði vonum um aukna birtu og gróða. Þá hittist fólk á þorpstorgum, dansaði og skemmti sér. Kaupmenn slógu upp söluborðum, þar sem kaupa mátti kínalífselixíra og alls kyns örlagatákn. Sagnamenn sátu á palli og sögðu ævintýri, væntu skotsilfurs í húfuna eins og síðari tíma skáld. Spákarlar og seiðkerlingar stunduðu iðnir sínar. Svo kom kristni. Því meira sem allt breyttist, því meira var það eins. Gleðileg jól!