Endurskoðendur hjá PriceWaterhouse Coopers skrifuðu undir stjörnugalið rugl í reikningum Landsbankans fyrir hrun. Þeir ganga allir enn lausir að því er ég bezt veit og í fullu starfi enn í dag. Ekki veit ég, hvort löglegt sé, að endurskoðendur séu marklausir, en siðlaust er það með öllu. Styður það kröfu mína um, að siðfræðingar fremur en endurskoðendur undirriti ársreikninga meiriháttar fyrirtækja. Rúmlega fjórum árum eftir hrun hefur enn ekki verið úr slíku skorið fyrir dómi: Hvort stjörnugalið rugl endurskoðenda sé löglegt eða ekki. Þeir eru staffírugir, kalla kæruna “málatilbúnað” slitastjórnar.