Dómurinn yfir stjórnendum Íslandsbanka veldur svartsýni á dóma yfir þeim, sem skófu bankana innan. Svonefnd umboðssvik virðast ekki alvarleg að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, þótt milljarðatjón hafi orðið. Margir undarlegir dómar hafa þar verið kveðnir upp. Þessi gefur tilefni til að ætla, að þeir muni snúast mest um skilorð. Tæplega lætur Sérstakur hjá líða að kæra þetta til Hæstaréttar til að fá fordæmi í dómum umboðssvika. Annars getur hann alveg eins pakkað saman kontór sínum, því að allt tilstandið er þá án mikils tilgangs. Annað hvort gefst hann upp eða ekki, það er málið í þessari stöðu.