Vodkaflösku-dómurinn

Punktar

Mér sýnist íslenzk dómahefð vera þessi: Fyrir að stela einni vodkaflösku á veitingahúsi ferðu á Hraunið í þrjá mánuði. Fyrir að stela þér tvisvar til matar í 10-11 ferðu á Hraunið í fimm mánuði. Allt óskilorðsbundið. Hvað fær þá bankastjórinn, sem rændi þrjátíu milljörðum af bankanum sínum. Hann fær auðvitað þrjá mánuði á Lex í samfélagsþjónustu. Það jafngildir semsagt varla vodkaflösku að mati dómaranna Ólafs Ásgeirssonar, Símonar Sigvaldasonar og Skúla Magnússonar. Ísland í dag, fjórum árum eftir hrun. Bófar og bjánar gefa oss enn á kjaftinn. Lögin gilda bara um aumingjana, ekki um hákarlana.