Þótt ekki segist með berum orðum, þá ákvað Evrópusambandið að hætta við að semja við Ísland um aðild. Ráðamenn þess sáu seint og um síðir, að umsóknin um aðild var bara plat. Enginn stuðningur var fyrir málinu og það verður kolfellt í þjóðaratkvæði. Því ákvað sambandið að opna ekki síðustu kaflana, um landbúnað og sjávarútveg. Þeir verða ekki opnaðir til viðræðu fyrr en eftir kosningar og þá aðeins, ef landið liggur þannig. Evrópusambandið hefur nóg með önnur verkefni að sinni. Þarf að komast yfir vendipunkta í fjármálum ríkja við Miðjarðarhafið og taka afstöðu til fimmtu herdeildar Bretlands.