Vísitala er sanngjörn

Punktar

Þar sem krónan er ónýtur gjaldmiðill, er ekki sanngjarnt, að fólk greiði til baka höfuðstólinn á gömlu verðgildi. Fólk á að endurgreiða skuldir sínar á núverandi verðgildi, þótt tölurnar séu miklu hærri en áður. Á þessu eru tvær undantekningar. Rýrni krónan meira en sem nemur hækkun launa, á að miða við vísitölu launa, ekki vísitölu benzíns og brennivíns. Og hafi banki fíflast til að bjóða meira en 80% húsnæðislán, á hann að bera tjónið af mismuninum. Og herkostnaðinum af rangri vísitölu eiga lánari og skuldari að skipta með sér jafnt. Að öðru leyti er sanngjarnt og heilbrigt, að vísitala ráði skuld.