Eitruð Samfylking

Punktar

Krafa Samfylkingarinnar um aðildarviðræður við Evrópu gerði ríkisstjórnina smám saman óstarfhæfa. Myllusteinn Samfylkingarinnar sligaði samstarfið. Hrakti hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum á pólitískan vergang. Þannig missti Jóhanna meirihluta á Alþingi og hangir á aðvífandi atkvæðum aumingjagóðs flóttafólks úr Borgarahreyfingunni. Björgunarsveitin er raunar eini stuðningsflokkur stjórnarinnar um þessar mundir. Fjórflokkurinn allur er önnum kafinn við að raða upp í stjórnarmynztur. Ætli útkoman verði ekki frjálshyggjustjórn Árna Páls með álverum og öðru rugli í útblásinni blöðru.