Slæmar áramótahorfur

Punktar

Horfur eru slæmar um áramót. Gengishrun gerði sjávarútveginn að eina arðbæra atvinnuvegi landsins. Honum stjórnar bófaflokkur kvótagreifa, sem gerir út Moggann og nokkra vefmiðla og heila tvo stjórnmálaflokka til að passa upp á kvótann. Bófaflokkar stjórnmálanna taka við völdum í vor, þegar guðsvoluð ríkisstjórnin gefur upp öndina. Hún hélt að vísu sjó með atvinnu á fullum dampi, en það afrek er kjósendum löngu gleymt eins og hrunið sjálft. Eftir stendur, að núna nær hún engu fram, sem máli skiptir, ekki stjórnarskrá eða fyrningu kvótans eða rammaáætlun um auðlindir. Orðin líkið af sjálfri sér.