Bjarni Benediktsson hótar þjóðinni í áramótaauglýsingu. Segist munu mynda nýja ríkisstjórn í vor. Þá verði vikið af braut ríkisafskiptanna og tekið að nýju upp frelsi í efnahags- og einkum fjármálum. Hótar beinlínis annarri hrunstjórn. Hver einasti kjósandi með greindarvísitölu yfir sjötíu hlýtur að hlaupa annað í ofboði. Auðvitað flykkjast hinir til Bjarna, þar á meðal masókistar. Vænta þar nýrrar veizlu að hætti Geirs Haarde. Hvorki Bjarni né kjósendur flokksins hafa lært hið minnsta af hruninu. Telja það hafa verið smákreppa af völdum falls Lehman Brothers. “Svokallað hrun”, syngur kórinn.