Stóri dópistinn

Punktar

Eina efnahagsstefna ríkisins undanfarna áratugi var að fá eiturlyfið sitt reglulega og undanbragðalaust. Áður var varnarliðið fíkniefnið og síðan tóku álverin við. Ekki voru það varnir eða álframleiðsla, sem skiptu máli, heldur verktaka við uppbyggingu. Gaf stundargróða braskara í helmingaskiptafélagi þjóðareigenda. Að verktöku lokinni var hægt að bægja timburmönnum frá með nýju álveri. Fávísir kjósendur gátu talið sér trú um uppgangstíma og stutt helmingaskiptafélagið til nýrra afreka. Senn taka bófarnir aftur við stjórn. Þá koma litlu dópistarnir hlaupandi úr Vaðlaheiði til að fá sprautu í æð.