Áramótaræðu Ólafs Ragnars Grímssonar hef ég gleymt. Man þó, að hann reyndi hér og þar að fiska í gruggugu vatni flokkadrátta, einkum um stjórnarskrána. Líklega telur hann reynsluna hafa sýnt, að hann geti bullað hvaða innantómu frasa sem er. Þjóðin elski hann og muni elska hann alla leið fram af brún. Það hafi sést í kosningunni í haust. Alténd var ávarpið lítt landsföðurlegt, minnti helzt á ráðherrakíf í áramótagreinum. Hann hyggst bregða fæti fyrir skilgreiningar á embætti forsetans. Telur slíkar munu þrengja svigrúmið til að túlka embættið upp til himna. Fyrst er fremst er hann eiginhagsmunaaðili.