Stórkarla lýðskrum

Punktar

Munurinn á Sigmundi Davíð og Vigdísi Hauksdóttur er, að Sigmundur er mæltur á íslenzku, en Vigdís ekki. Að öðru leyti er ofsinn svipaður. Sigmundur á spakmælið fræga: “Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu”. Hefði getað sagt ýmislegt hafa farið miður hjá henni, sem hefði haft tiltekinn kostnað ríkisins í för með sér. En að bera stjórnina saman við þúsund milljarða hrunið er stórkarlalegt í meira lagi. Svoleiðis dettur bara þeim í hug, sem eru svo uppteknir af lýðskrumi, að þeir hafa misst allt jarðsamband. Enda ekkert eftir af fylginu, ekki einu sinni það genetíska.