Áldraumar endurnýjaðir

Punktar

Frá upphafi frumvinnslu áls hér á landi hafa risið órar um fullvinnslu áls hér á landi. Lengst náðu þeir í steikarpönnugerðinni Alpan, sem þurfti að flytja inn ál til framleiðslunnar. Þannig að ekkert samband var milli þess og álveranna. Svo dó Alpan. Einu sinni létu menn sig dreyma um álfelgur á bíla og löngu síðar um rafkapla. Ekkert hefur komið út úr því, enginn vill hætta fé í drauma. Nú hefur verkfræðistofan HRV lagt til, að verkin verði látin tala. Vafalaust munu nokkrir verkfræðingar fá vinnu við skýrslur um það efni. Sem skattgreiðandi legg ég til, að þær verði ekki á minn kostnað.