Þvættingur ársins 2012 fjallaði um Atlantshafsbandalagið. Það “fer ekki með hernaði á hendur nokkru ríki og getur því ekki talist hernaðarbandalag”. Rekur semsagt ekki hernað í Afganistan, þótt Íslendingar hafi tekið þátt og lent þar í tómu tjóni. Setninguna á Árni Páll Árnason, forsætiskandídat hinnar deyjandi Samfylkingar. Setningin er réttnefndur þvættingur. Árni Páll telur henta væntanlegu stjórnarsamstarfi að hvítþvo bandalag viljugra ríkja af kuski á hvítflibbanum. Staðreyndin er þveröfug, Atlantshafsbandalagið er hættulegur gamlingi, sem ráfar um þriðja heiminn til að leita sér vígvalla.