Kastið út moðhausum

Punktar

Sumpart er gagnlegt að sjá, hvílíkir moðhausar mikill fjöldi Íslendinga er í athugasemdum undir veffréttum. Staðfesta til dæmis þá skoðun mína, að hér gangi menn lausir, sem eigi heima á stofnun. Líklega eru þetta margumtalaðir kjósendur, sem áratugum saman hafa komið okkur í vandræði í kosningum. Samt eru moðhausarnir ekki einir ábyrgir fyrir órum sínum og sérstæðu orðbragði. Viðkomandi fréttamiðlar eru líka ábyrgir, þótt ekki hafi enn reynt á það. Þeir, sem ritstýra miðlum, eiga að fylgjast með skrifum moðhausanna og kasta þeim út eftir þörfum. Texti er texti, þótt hann birtist á veraldarvefnum.