Síðustu misseri hef ég hallazt að því, að annarleg sjónarmið lagatækna séu Sigurði Líndal prófessor að kenna. Hafi kennt þeim lagatækni að hætti Njálu, sem felst í að snúa út úr og brengla sýn á tilgang laga. Nú hefur Sigurður gengið í hóp umboðsmanna ógreiddra atkvæða. Tekur undir, að ógreidd atkvæði feli í sér eins konar andstöðu við tilefni atkvæðagreiðslunnar. Um allan hinn vestræna heim gilda atkvæðagreiðslur, þótt þátttakan sé minni en frægir umboðsmenn ógreiddra atkvæða telja nægilega. Þjóðarvilji kemur skýrt fram í þjóðaratkvæðagreiðslum, hvað sem Sigurður Líndal skemmtir sér við að bulla.