Kerfið er þægilegt heiti yfir óformlegt samsæri embætta og sérfræði. Sér um, að því meira sem hlutirnir breytast, þeim mun meira séu þeir eins og þeir hafa alltaf verið. Kerfið sér um að bregða fæti fyrir framfarir. Þar á meðal að gera út flota sérfræðinga til að útskýra, hvers vegna nýbreytni sé mikil skelfing. Höfum virt þetta fyrir okkur í vetur í ferli stjórnarskrárinnar. Höfðum áður séð þetta í kjölfar vanmáttugra tilrauna að efna stjórnarloforð um fyrningu á kvóta greifanna. Enn áður sáum við þetta í vondu uppkasti að rammaáætlun um náttúru. Hugtakið Fjórflokkurinn er nátengt hugtakinu Kerfið.