Mikið fylgi Bjartrar framtíðar bendir til, að fólk sé þreytt og vilji minni átök í pólitíkinni. Ég held hins vegar, að þjóðin þurfi meira stríð áður en hún þarf meiri frið. Meðan hrunið er meira eða minna óuppgert þarf að halda uppi merki hreinsunar. Við þurfum að hreinsa bófana úr bönkum, við þurfum að hreinsa bófaflokkana úr pólitík, við þurfum að hreinsa bófana úr yfirstétt kontórista og skýrslufræðinga. Við þurfum að losa kverkatak kvótagreifa á kjósendum og fulltrúum kjósenda, við þurfum að losna við ruglið um mikilvægi áls í þjóðarbúskapnum. Meðan allt þetta er óuppgert bið ég um meira stríð.