Nýju bankarnir enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana. Nýir stjórar hafa tröllatrú á hrunbófum og telja þá manna hæfasta til að reka fyrirtæki. Þótt dæmin sanni, að þeir eru manna sízt hæfir. Hrunbófarnir eru hver á fætur öðrum afskrifaðir og hvítskúraðir og þeim eru afhent fyrirtækin aftur á silfurfati. Ísland nútímans er samfellt World Class. Og aðeins á Íslandi getur sami bófi rekið fyrirtæki sautján sinnum í þrot á sautján kennitölum. Um leið níðast bankastjórar á almenningi eins og þeir mögulega geta. Mistök stjórnmálanna felast í að ráða bófa til að stjórna bönkunum.