Tæplega helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur tekið upp þriggja ofbeldisglæpa regluna. Þegar menn fremja ofbeldisglæp í þriðja skiptið, fá þeir sjálfkrafa 25 ára dóm eða ævilangt fangelsi án skilorðs. Því miður hræðir þetta ekki verðandi ofbeldismenn, því glæpum fækkar ekki. En reglan frelsar samt fólk undan hræðslu við þessa menn, sem undantekningarlítið eru karlar. Enda er markmið reglunnar ekki að lækna, heldur að losna við ofbeldismenn úr umferð. Það eitt út af fyrir sig er röksemd fyrir að innleiða svipaða reglu hér. Upp er risinn hópur einbeittra síbrotamanna, sem alls ekki má ganga laus.