Ríkisstjórnin leyfir kennitöluflakk og gervirekstur. Þótt ný lög væru ekki afturvirk, mundu þau þó gilda frá dagsetningu. Unnt hefði verið að hindra kennitöluflakk og skuldsetningu fyrirtækja fyrir einkaskuldum síðustu árin. Bankar yrðu að fylgjast með, hvort lánþegar hafi kennitölu-fortíð. Þeim væri bannað að leyfa skuldsetningu eignalausra hlutafélaga fyrir einkaskuldum bófa. Það eru umboðssvik af hálfu bankastjóra, sem eyða þannig tryggingum fyrir endurgreiðslum. Slík lög ættu líka að banna aðkomu fyrri eigenda að afskrifuðum rekstri þeirra. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari spillingu.