Átta gósenárum lokið

Punktar

Hjartnæm minningargrein Össurar Skarphéðinssonar um góða perrann á Ísafirði markaði upphaf blómaskeiðs barnaníðs á Íslandi. Fjórflokkur og þjóð náðu þá í síðasta skipti saman um eitt hugsjónamál. Um velferð og friðhelgi perra á kostnað barna. Aldrei kom illska og heimska afskekktrar eyþjóðar betur fram á neinum dögum þjóðarsögunnar. Barnaníðingar hafa síðan leikið lausum hala í átta ár. Eftir vel þegið Kastljós urðu snögg umskipti. Húðstrýkt og hnípin þjóð horfir í gaupnir sér. Veit upp á sig hræsnina og þöggunina, þarf að finna sér nýja afneitun. Ætli sú snúist ekki um að hafna baksýnisspeglum.