Kristilegt framboð

Punktar

Kristin stjórnmálasamtök íhuga að bjóða fram til þingkosninga í vor. Þeim þykir “ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristin siðferðis fallin”. Þegar ég heyri um síðustu vígi kristins siðferðis, detta mér í hug þeir Ólafur Skúlason biskup, séra Ágúst George, Helgi Hróbjartsson trúboði, Guðmundur í Byrginu og Karl Vignir Þorsteinsson. Töluvert af barnaníði síðustu áratuga hefur verið framið undir englavængjum kristinnar kirkju. Þar með talinni þjóðkirkjunni, þeirri kaþólsku og ýmsum kristnum ofsatrúarsöfnuðum. Því vantar núna kristilega þingmenn til varnar.