Stóri stjórnarfeillinn

Punktar

Margir ætluðust til meira af ríkisstjórninni en, að hún setti svokölluð hjól atvinnulífsins í gang og afskaffaði atvinnuleysi. Þökkum það, en hörmum, að hún skyldi ekki hrófla við bankaglæpum. Árið 2013 eru bankarnir nákvæmlega eins og þeir voru fyrir hrunið 2008. Hossa bófum og níðast á almenningi. Til þess voru þeir upphaflega studdir af Árna Páli Árnasyni bankaráðherra, sem sótti ráðgjöf til bankabófa. Svo rak Jóhanna hann úr stjórninni með skömm og skít. Síðan hafa þeir verið studdir af Steingrími J. Sigfússyni, sem einnig gætir hagsmuna Samherja og kvótagreifanna á þeim bæ. Fjórflokkurinn, sjitt.