Bjarni Benediktsson vill ekki, að ríkið þurfi að borga alla þessa vexti. Hefur gleymt stuðningi sínum við hrunstjórnina. Hún tók ábyrgð á gjaldþroti Seðlabankans og fjármögnun nýrra viðskiptabanka. Sem gerðist á grundvelli fúsks í ríkisstjórn Geirs og Seðlabanka Davíðs. Bjarni var formaður þingflokksins, þegar þúsund milljörðum var slengt á ríkissjóð. Geðbilaðri fjárhæð. Hann er óhress með vextina af þessu fé. Lausnin er einföld, hentar vel fávitunum, sem styðja flokkinn. Kennir Jóhönnu og Steingrími um vexti af völdum hrunsins og býður nýtt fyllerí og nýtt gjaldþrot að hætti Flokksins.