Undirmálsþjóðin

Punktar

Engum blöðum er um að fletta, að þjóðin er óhæf. Um áratugi hefur hún valið undirmálsfólk til að stjórna, einkum úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Umboðsmenn okkar hafa einkum gætt þröngra sérhagsmuna, svo sem í útgerð og vinnslu búvöru. Hafa fyllt embætti ríkisins af undirmálsfólki, sem kemur fáu í verk. Ég hef áður rakið dæmi um óstarfhæf ríkisembætti vegna undirmáls-forstjóra. Umboðsmenn fólksins gáfu líka græðgisliði sínu mjög svo misnotaða friðhelgi fyrir eftirliti. Afleiðingar íslenzks undirmáls sjást alla leið frá barnadólgum, um kvótagreifa, bankstera og víkinga, og upp í forsetakjör.