Rammaáætlun er rós í hnappagat Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og þeirra þingmanna, sem standa að nýjum framboðum. Aðeins bófar Flokks og Framsóknar sögðu nei, bara 21 atkvæði. Rammaáætlun markar skref í átt til nýs og betri skilnings þjóðarinnar á mikilvægi náttúrunnar í umhverfi okkar. Því fleiri sem verja frístundum í samneyti við náttúru landsins, þeim mun hraðar miðar okkur í átt til skynseminnar. Enn er þó Reykjanesskagi virkjunarsvæði, þótt nýjar rannsóknir sýni, að fyrri rannsóknir voru í skötulíki. Verkfræðingar Rammaáætlunar skildu ekki, að friðaður skagi yrði gullnáma í ferðaþjónustu.